Dáleiðslufélag Íslands var stofnað 21. maí 2001. Fyrsti formaður þess var Ingólfur Sveinsson geðlæknir og Jakob V. Jónasson geðlæknir var heiðursfélagi frá stofndegi.
Markmið Dáleiðslufélags Íslands er að kynna dáleiðslu sem hluta faglegrar meðferðar. Þar eru einnig kynntir viðburðir sem tengjast starfi félagsins eða skyldra samtaka.
Félagið er hluti af Alþjóðasamtökum (ISH) og Evrópusamtökum (ESH) dáleiðslufélaga fagfólks á heilbrigðissviði og formaður eða fulltrúi félagsins sitja fundi þeirra með atkvæðarett.
Aðild að félaginu veitir aðgang að efni sem tengist notkun dáleiðslu við meðferð og rétt til að sækja erlendar ráðstefnur ISH og ESH.
Háskólamenntað heilbrigðistarfsfólk með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu sem hefur áhuga á að nota dáleiðslu í starfi sínu getur sótt um aðild að félaginu með því að senda rafpóst á ritari@dfi.is.