Lög

Lög Dáleiðslufélags Íslands

1. grein

Félagið heitir Dáleiðslufélag Íslands.  Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.  Reikningsár þess er almanaksárið.

2. grein

Markmið félagsins er:

 • Að stuðla að framgangi, þróun og hagnýtingu dáleiðslu sem aðferðar í meðferð.
 • Að stuðla að því að dáleiðsla sé eingöngu notuð af fagfólki lögverndaðra heilbrigðisstétta á háskólastigi.

3. grein

Félagar geta orðið fagfólk í heilbrigðisstéttum á háskólastigi sem hlotið hefur löggildingu til starfsins og samþykki stjórnar. Félagar geta þeir einungis verið sem eru skuldlausir við félagið.

4. grein

Siðareglur félagsins eru siðareglur hinna alþjóðlegu samtaka um dáleiðslu. (The International Society of Hypnosis (ISH))

5. grein

Stjórn félagsins skipa 5 menn sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum en formaður er kjörinn sérstaklega. Stjórnarmeðlimir geta að hámarki setið 3 kjörtímabil.

6. grein

Aðalfund Dáleiðslufélags Íslands skal halda fyrir 1. maí ár hvert. Til aðalfundar skal boða bréflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Allir skuldlausir félagar hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfund.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 • Setning aðalfundar
 • Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
 • Skýrsla stjórnar og umræður um hana
 • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu sem félagskjörnir skoðendur hafa yfirfarið
 • Árgjald ákveðið
 • Lagabreytingar
 • Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
 • Kjör stjórnar
 • Önnur mál

Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn skriflega eigi síðar en viku fyrir aðalfund og skulu þær liggja frammi á fundinum. Til að lagabreytingar nái fram að ganga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

7. grein

Stjórn annast málefni félagsins milli aðalfunda og gerir grein fyrir málum á félagsfundum. Stjórnin skal leggja fram starfsáætlun fyrir næsta ár á fyrsta félagsfundi að hausti. Stjórn félagsins skal boða til fundar ef 1/3 hluti félagsmanna óskar þess. Ágreiningsmálum má skjóta til aðalfundar.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 21.05.01