Námskeið fellur niður

Fyrirhugað námskeið með Randi Abrahamsen fellur því miður niður að sinni. Það er í skoðun að hafa námskeiðin fyrir páska í apríl á næsta ári. Áhugasamir mega senda póst á ritari @dfi.is ef þeir vilja, en námskeið á þeim tíma verða kynnt síðar.

Dagur dáleiðslunnar var hugsaður með hliðsjón af námskeiðinu en þar sem það verður ekki, þá hliðrum við Dag dáleiðslunnar nær sinni réttu dagsetningu, yfir á laugardaginn 26. október. Staður og stund verða kynnt betur bráðlega.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Námskeið fellur niður

Dáleiðsla fyrir tannlækna

Dáleiðslufélag Íslands og Endurmenntunarnefnd Tannlæknafélagsins

Kynning á notkun dáleiðslu í tannlækningum

Tannlæknir, Ph.D. Randi Abrahamsen, Frederikshavn, Danmörku

Ertu forvitin að vita meira um dáleiðslu og hvernig dáleiðsla getur hjálpað kvíðnum sjúklingum, bæði fullorðnum og börnum, að takast á við tannmeðferð. Í þessari vinnustofu færðu innsýn í bakgrunn dáleiðslu, upplýsingar um gagnsemi dáleiðslu í tannlækningum og lærir þína fyrstu aðferð til að skapa gagnlegan trans fyrir sjúklinga þína. Ég hef unnið með dáleiðslu í 40 ár og hefur alltaf fundist dáleiðslan vera frábært tæki,
ég hlakka til að deila reynslu minni með ykkur.

Dagskrá föstudagsins 18. október kl. 9.30 – 15.30

Kynning þátttakenda og Randi

Hvernig er hægt að nota dáleiðslu í tannlækningum?

Hvað er dáleiðsla?

Staðreyndir um nytsemi dáleiðslu með áherslu á verkjastillingu

Æfingar í dáleiðslu

Reynslusögur frá tannlæknastofu

Um Randi:

Dagskrá laugardagsins 19. október kl. 9.30 – 15.30

Dáleiðsla til verkjastillingar

Í þessari vinnustofu með áherslu á klíníska iðkun lærir þú dáleiðsluaðferðir til að hjálpa sjúklingum þínum að takast á við sársauka. Aðferðirnar er hægt að nota við tannlækningar, sársaukafullar aðgerðir og langvarandi verkjasjúkdóma. Kennd er aðferð til að búa til eigin verkjastillingu (glove analgesia).

Langvinnir verkir er vandi sem hafa áhrif á allt að 20% íbúa Evrópu. Sjúklingar með langvinna verki  þjást oft af alvarlegum aukaverkunum lyfja. Æskilegt er því að auka notkun dáleiðslu fyrir þennan hóp.

Vinnustofan verður hagnýt með sýnikennslu og æfingum með áherslu á að byggja upp góða hæfni, útskýra og vinna með einkenni með myndlíkingum, kenna sjúklingnum að nota dáleiðslu til verkjastjórnunar og gildi sefjana í dáleiðslu.

Þátttakendum er velkomið að deila fyrirfram efni sem þeir vilja að fjallað sé um, eða áhugaverðum / erfiðum málum sem koma til skoðunar. Vinsamlegast sendið slíkar upplýsingar til randiabrahamsen@hotmail.com

Námskeið á föstudag er einungis fyrir tannlækna en námskeið á laugardag er opið tannlæknum og öðru háskólamenntuðu fagfólki. Skráning er hjá Dáleiðslufélagi Íslands í netfanginu ritari@dfi.is. Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 15. september.

Staðsetning: Sálfræðistofan Höfðabakka

Takmarkaður fjöldi (25 manns)

Verð: 45 þúsund krónur fyrir hvern dag. Tilgreinið hvaða námskeið þið viljið sitja.   

Skráning er fullgild eftir greiðslu

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Dáleiðsla fyrir tannlækna

Vetrardagskrá

Nú fer vetrardagskráin senn af stað. Ráðstefna Alþjóðafélagsins í Kraká var áhugaverð og félagið hefur keypt aðgang að efni sem var tekið upp þar. Hugmyndin er sýna slíkt efni á föstum fundum og að því loknu geti verið stutt umræða og æfingar. Listi yfir efnið hefur verið sendur til félaga sem geta haft áhrif á val efnis.

Fastir fundir verða þrír:

2. okt 17-19 – efni kynnt síðar

6. nóv 17-19 – efni kynnt síðar

4. des 17-19 – efni kynnt síðar

Stjórn félagsins getur verið félagsmönnum innan handar ef þeir vilja halda kynningar eða stutt námskeið á sviði dáleiðslu eða tengdra atriða, þessu til viðbótar. Félagið getur þá aðstoðað við kynningu á slíkum viðburðum og lagt til húsnæði sé þess óskað en skráning og hugsanleg gjaldataka væri hvers og eins að sjá um.

Dagur dáleiðslunnar verður með fyrra fallinu í ár. Afmælisdagur Jakobs Jónassonar er 28. október en í við minnumst hans að þessu sinni þann 19. október. Gert er ráð fyrir að vera með borðhald á góðum stað og gestur okkar þar verður Randi Abrahamsen, næsti formaður Evrópufélagsins, sem er jafnframt leiðandi í rannsóknarverkefnum þess.

18. október verður hún með sérstakt námskeið um dáleiðslu fyrir tannlækna.

19. október verður hún með námskeið um dáleiðslu við krónískum verkjum.

Hér eru upplýsingar um hana:

Birt í Fréttir, Fundir, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Vetrardagskrá

Námskeið Stefan Hammel á föstudag

Áður auglýst námskeið Stefan Hammel hefst kl. 9.00 á föstudag að sálfræðistofunni Höfðabakka. Sjá staðsetningu hér.

Stefan vill gjarnan hafa námskeiðið meira opið, þannig að fólki gefist kost á að mæta aðeins fyrri daginn eða aðeins síðari daginn ef því líst þannig á, enda ekki sama efnið báða dagana. Til dæmis væri hægt að mæta fyrri daginn og sjá svo til með þann síðari.

Verð fyrir hvern dag er 24 þúsund krónur fyrir félaga en 27 þúsund krónur fyrir aðra og greiðist þátttakan eftir á. Hádegishlé er milli 12 og 13, stutt er í mathöll og veitingastaði. Gert er ráð fyrir að námskeiðin standi til 16 eða 17 eftir því hvernig fram vindur.

Enn er pláss fyrir þátttakendur – best er að láta vita af sér með rafpósti til hannesb@gom.is

Birt í Fundir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Námskeið Stefan Hammel á föstudag

Spennandi námskeið 24. og 25. maí.

Stefan Hammel sem er vel þekktur í Þyskalandi verður með námskeið hjá Dáleiðslufélagi Íslands föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí.

Að umbreyta lífi fólks með „Hypno-Systemic Therapy“.

Skapandi meðferð fyrir pör, fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri.

Dagur 1

„Therapeutic Storytelling“ – vinnustofa um það hvernig á að nota og búa til sögur fyrir og með skjólstæðingum, í því skyni að stuðla að umbreytingu og lækningu.

Við munum kanna hvernig við getum sjálfkrafa fundið og búið til árangursríkar meðferðarsögur (myndlíkingar eða örsögur) í hvaða aðstæðum sem er með því að nýta eigin myndlíkingar skjólstæðinga. Til dæmis með því að nota orðfærið sem þeir nota þegar þeir segja frá sér. Við munum læra hvað gerir sögu árangursríka í meðferð, hvernig hægt er að smíða meðferðarsögur og samþætta þær inn í meðferðarlotu.

Dagur 2

„Therapeutic Modelling“ – aðferð svipuð og „constellation work“ eða partavinnu byggð á samtalsdáleiðslu (Erickson) og hugsmíðahyggju (Watzlawick). Aðferðin hentar bæði fyrir vinnu með einstaklinga og pör, fjölskyldur, teymi, fyrir börn o.s.frv.

Byrjað er að vinna með paravanda fyrir einstaklinga fyrri part dags og svo áfram fyrir viðtöl við pör síðdegis. Síðari dagurinn er þó algerlega nauðsynlegur fyrir þá sem sinna dáleiðslumeðferð og vinna alla jafnan aðeins með einstaklingum.

Námskeiðið kostar 48.000 kr. fyrir félaga DÍ en 54.000 kr. fyrir aðra.

Skráning fer fram hjá ritari@dfi.is

Um námskeiðshaldarann:

Stefan Hammel er fæddur 1967 og starfar sem barna- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, dáleiðari, prestur á sjúkrahúsi í Þýskalandi og er höfundur nokkurra bóka, til dæmis:

  • Handbook of Therapeutic Storytelling. Stories and Metaphors in Psychotherapy, Child and Family Therapy, Medical Treatment,  Coaching and Supervision (Routledge 2018),
  • The Blade of Grass in the Desert: Storytelling – Forgotten Medicine. A Story of 100 Stories (impress 2018)
  • Therapeutic Interventions in Three Sentences. Reshaping Ericksonian Therapy.by talking to the Brain and Body (Routledge 2019)
  • Transforming Lives with Hypno-Systemic Thearpy.  A Practical Guide (Routledge 2024)

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Spennandi námskeið 24. og 25. maí.

Dagskrá til sumars

7. febrúar 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

6. mars 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

10. apríl 17-19 Æfingarfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

8. maí 17-19 Aðalfundur – Sálfræðistofunni Höfðabakka

24 – 25 maí Námskeið Stefan Hammel – Sálfræðistofan Höfðabakka

11-16 júní Alþjóðaráðstefnan Kraká

Birt í Fréttir, Fundir | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá til sumars

Námskeið 20 desember

Nú er aftur stutt námskeið hjá Alþjóðafélaginu.

Leiðir til að ná markmiðum

Hypnotic Strategies to Help Patients Achieve Their Goals By Arnoldo Téllez, PhD

Wednesday, December 20, 2023

17:00 – 20:00 CET

The participants will learn and experience beneficial hypnotic strategies to increase the probability of achieving their goals using Active-alert hypnosis and sleep-like hypnosis techniques to produce a hypnotic age progression phenomenon.

Birt í Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Námskeið 20 desember

Dagur dáleiðslunnar í Hannesarholti

Á degi dáleiðslunnar í minnast félagar Jakobs Jónassonar geðlæknis sem var frumkvöðull í dáleiðslu á Íslandi.

Dagurinn er að þessu sinni haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 11.00 í Hannesarholti.

Formaður Dáleiðslufélags Íslands mun kynna félagið fyrir áhugasömum aðilum í Hljóðbergi, sal Hannesarholts. Hann er nýkominn frá ráðstefnu Evrópufélagsins og segir fréttir af því helsta sem þar bar góma. Kynningin er ókeypis. Að henni lokinni er hægt að versla veitingar á efri hæð Hannesarholts og ræða málin áfram. Allir velkomnir. Félagsmenn eru hvattir til þess að hafa með sér gesti.

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Dagur dáleiðslunnar í Hannesarholti

Næsta námskeið er 15. nóvember

Dr. Gisela Perren-Klinger

Five basic techniques in dealing effectively with High Stress (Trauma) Consequences   

Wed, 15 Nov 2023 I 17-20 CET

Birt í Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Næsta námskeið er 15. nóvember

Næsta námskeið 18. október

Kynning á næsta mánaðarlega masterclass. Að nota dáleiðslu í geðlækningum.  

Viðtal sem Enayat Shahidi tók við Stephane Radoykov, er sýnilegt á YouTube rás félagsins íg engum þennan hlekk:

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Næsta námskeið 18. október