Milton H. Erickson

Heimildarmyndin ,Wizard of the Desert’ fjallar um einstakt lífshlaup og starfsferil bandaríska geðlæknisins Milton H. Erickson, frumkvöðul nútíma dáleiðslumeðferðar. Erickson bjó yfir einstæðum hæfileikum og næmni á sviði dáleiðslu svo eftir var tekið. Hann fór nýjar óhefðbundnar leiðir sem varð til að gjörbylti fyrri hugmyndum um nálgun og notkunarmöguleika dáleiðslu. Ekki er orðum aukið að fullyrða að Erickson megnaði að finna lausn á marvíslegum vanda sem aðrir fagaðilar stóðu ráðþrota gagnvart. Auk þess nýtti hann dáleiðslu í eigin þágu með verulega góðum árangri. Með sjálfsdáleiðslu gat hann stemmt stigu við íþyngjandi heilsuvanda af völdum langvarandi sársauka og lömunarveiki.

Her er hlekkur á fyrirlestur Jeffrey Zeig um Milton Erickson og serstöðu hans „Ericksonian Psychotherapy & Hypnotherapy“

Hér er hlekkur á annan fyrirlestur Jeffrey Zeig. „Exploring the Genius of Milton Erickson“

Her er hlekkur á fyrirlestur Jeffrey Zeig sem fer nánar í aðferðir „Exploring the Genius of Dr. Milton H. Erickson, Part II: The Utilization Approach“

Hér er hlekkur á brot úr ýmsum viðtölum við Milton Erickson.