Viðmið

Viðmið Dáleiðslufélags Íslands

Dáleiðslufélag Íslands vinnur að því að dáleiðsla sé notuð faglega sem hluti af meðferð sem víðast. Þessi viðmið stuðla að því að svo geti orðið. Annars vegar með því að opna félagið frekar en áður var og hins vegar með því að auka gæði dáleiðslunnar.

”If a person is not professionally qualified to treat something without hypnosis, then they’re not qualified to treat something with hypnosis, either. First you look for that professional certificate on the wall – physician, dentist, clinical psychologist, or whatever. Then you look for the certificate of hypnosis”

Martin Orne

Félagsaðild

Full aðild er í boði fyrir heilbrigðisstarfsmenn á háskólastigi, sem hafa öðlast gilt starfsleyfi frá landlækni og hafa hlotið samþykki stjórnar. Dæmi um þær stéttir eru: Sálfræðingar, læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sjúkraþjálfarar og aðrar stéttir sem eiga við.

Aukaaðild er í boði fyrir aðila sem hafa lokið grunnnámi í heilbrigðisvísindum og hafið nám sem veitir réttindi til að starfa á sviði þar sem dáleiðsla getur gagnast sem hluti af meðferð eða í starfi. Dæmi gætu verið: Framhaldsnemar á heilbrigðissviði og ýmsir fræðingar og ráðgjafar. Hvert tilvik er skoðað sérstaklega.  

Áframhaldandi aðild

Félagi sitji 20 tíma grunnnámskeið sem er viðurkennt af ISH, ESH eða ASCH.

Félagi stundi slíka samþykkta símenntun a.m.k. 20 tíma á hverju þriggja ára bili.

Félagi sitji siðanámskeið á a.m.k. þriggja ára fresti, það telji sem símenntun.

Félagsgjald ársins sé greitt eigi síðar en í árslok.

Eftir aðild

Félagar sem ljúka störfum sökum aldurs og hlíta siðareglum félagsins eru ávallt mjög velkomnir á fundi og viðburði félagsins og geta óskað eftir því að fá póst frá félaginu.

Starfsemi félagsins

Félagið stuðlar að námskeiðahaldi fyrir félaga og sérhæfð námskeið fyrir starfstéttir sem geta nýtt ákveðin atriði eða aðferðir tengdar dáleiðslu í starfi sínu, svo sem tanntækna, kennara, presta, bráðaliða, osfrv. innan þess ramma sem ISH og ESH samþykkja.

Félagið er með viðburð á degi dáleiðslunnar sem næst 28. október.

Félagið kynnir ábyrga og faglega notkun meðferðaraðila á dáleiðslu á heimasíðu sinni.

Viðmið þessi voru samþykkt á stjórnarfundi félagsins 21. maí 2025