Á degi dáleiðslunnar í minnast félagar Jakobs Jónassonar geðlæknis sem var frumkvöðull í dáleiðslu á Íslandi.
Dagurinn er að þessu sinni haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 11.00 í Hannesarholti.
Formaður Dáleiðslufélags Íslands mun kynna félagið fyrir áhugasömum aðilum í Hljóðbergi, sal Hannesarholts. Hann er nýkominn frá ráðstefnu Evrópufélagsins og segir fréttir af því helsta sem þar bar góma. Kynningin er ókeypis. Að henni lokinni er hægt að versla veitingar á efri hæð Hannesarholts og ræða málin áfram. Allir velkomnir. Félagsmenn eru hvattir til þess að hafa með sér gesti.