Siðanámskeið Dáleiðslufélags Íslands er kl. 17.00 næstkomandi miðvikudag, 26. nóvember, að sálfræðistofunni Höfðabakka.
Það verður fyrst og fremst notalegt spjall yfir kaffi og kökum þar sem við förum saman yfir siðareglur okkar með opnu og jákvæðu hugarfari.
Þau sem ekki hafa enn látið vita af mætingu mega gera það svo að við getum áætlað veitingar. Sendið póst á ritari@dfi.is til að skrá ykkur.
Því miður næst ekki að senda fundinn út að þessu sinni.