Aðalfundur Dáleiðslufélags Íslands verður haldinn 26. mars kl. 17.00. Fundurinn er haldinn að Höfðabakka 9.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Lagðar eru til breytingar á lögum félagsins sem hafa verið sendar til félagsmanna. Þar ber helst að opnað er á aukaaðild, líkt og tíðkast í þeim félögum sem við berum okkur saman við í nágrannalöndum okkar, og samþykkt er hjá ISH og ESH.
Að þessu sinni hefjum við fundinn á því að Cameron Alldredge mætir til okkar rafrænt og segir ögn frá því sem hann er að gera og svarar spurningum. Að því loknu er gengið til formlegri dagskrár.

Ég hef setið námskeið um hugvíkkandi dáleiðslu hjá Cameron, og mæli með þessu fyrir alla. Hann er góður og skýr fyrirlesari og öflugur í rannsóknum og greinaskrifum. Gestir og aðrir forvitnir eru mjög velkomnir. Hér eru upplýsingar um Cameron:
Cameron Alldredge, PhD – Postdoctoral Fellow – Baylor University | LinkedIn
Dr. Cameron Alldredge, Psychologist, Waco, TX, 76701 | Psychology Today
Bestu kveðjur,
Hannes Björnsson, formaður DÍ.