Dagur dáleiðslunnar er ætíð haldinn í nánd við fæðingardag Jakobs Jónassonar sem er 28. október.
Að þessu sinni er dagur dáleiðslunnar haldinn laugardaginn 26. október í salnum hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka sem er hér: https://www.salfraedistofan.is/um-okkur/ og hefst kl. 17.00. Þátttaka er ókeypis fyrir félaga og gesti þeirra en allt háskólamenntað fagfólk á heilbrigðissviði sem er áhugasamt um notkun dáleiðslu í sinni meðferðarvinnu er auðvitað hjartanlega velkomið. Vinsamlegast tilkynnið ykkur fyrirfram á netfangið ritari@dfi.is svo að hægt sé að áætla veitingar
Shawn Criswell mætir á fundinn gegnum Zoom en hún er meðhöfundur Michael Yapko að nýjustu útgáfu Trancework sem kemur út í febrúar á næsta ári. Hér eru nánari upplýsingar um hana https://www.drshawnrcriswell.com/about
Á þessum degi dáleiðslunnar mun stjórnin leggja fram hugmyndir um skipan mála hjá félaginu til framtíðar. Þær hafa verið unnar í samráði við Alþjóðafélagið, Evrópufélagið og Shawn Criswell sem er vel tengd inn í Ameríska félagið og þekkir þær kröfur vel.
Fundurinn hefst kl. 17.00 með kynningu á hugmyndum stjórnar og umræðum um þær.
Svo mun Shawn vera með kynningu á nýju útgáfunni af Trancework og eiga samtal við fundargesti um það sem brennur á þeim.