Dáleiðslufélag Íslands og Endurmenntunarnefnd Tannlæknafélagsins
Kynning á notkun dáleiðslu í tannlækningum
Tannlæknir, Ph.D. Randi Abrahamsen, Frederikshavn, Danmörku
Ertu forvitin að vita meira um dáleiðslu og hvernig dáleiðsla getur hjálpað kvíðnum sjúklingum, bæði fullorðnum og börnum, að takast á við tannmeðferð. Í þessari vinnustofu færðu innsýn í bakgrunn dáleiðslu, upplýsingar um gagnsemi dáleiðslu í tannlækningum og lærir þína fyrstu aðferð til að skapa gagnlegan trans fyrir sjúklinga þína. Ég hef unnið með dáleiðslu í 40 ár og hefur alltaf fundist dáleiðslan vera frábært tæki,
ég hlakka til að deila reynslu minni með ykkur.
Dagskrá föstudagsins 18. október kl. 9.30 – 15.30
Kynning þátttakenda og Randi
Hvernig er hægt að nota dáleiðslu í tannlækningum?
Hvað er dáleiðsla?
Staðreyndir um nytsemi dáleiðslu með áherslu á verkjastillingu
Æfingar í dáleiðslu
Reynslusögur frá tannlæknastofu
Um Randi:
Dagskrá laugardagsins 19. október kl. 9.30 – 15.30
Dáleiðsla til verkjastillingar
Í þessari vinnustofu með áherslu á klíníska iðkun lærir þú dáleiðsluaðferðir til að hjálpa sjúklingum þínum að takast á við sársauka. Aðferðirnar er hægt að nota við tannlækningar, sársaukafullar aðgerðir og langvarandi verkjasjúkdóma. Kennd er aðferð til að búa til eigin verkjastillingu (glove analgesia).
Langvinnir verkir er vandi sem hafa áhrif á allt að 20% íbúa Evrópu. Sjúklingar með langvinna verki þjást oft af alvarlegum aukaverkunum lyfja. Æskilegt er því að auka notkun dáleiðslu fyrir þennan hóp.
Vinnustofan verður hagnýt með sýnikennslu og æfingum með áherslu á að byggja upp góða hæfni, útskýra og vinna með einkenni með myndlíkingum, kenna sjúklingnum að nota dáleiðslu til verkjastjórnunar og gildi sefjana í dáleiðslu.
Þátttakendum er velkomið að deila fyrirfram efni sem þeir vilja að fjallað sé um, eða áhugaverðum / erfiðum málum sem koma til skoðunar. Vinsamlegast sendið slíkar upplýsingar til randiabrahamsen@hotmail.com
Námskeið á föstudag er einungis fyrir tannlækna en námskeið á laugardag er opið tannlæknum og öðru háskólamenntuðu fagfólki. Skráning er hjá Dáleiðslufélagi Íslands í netfanginu ritari@dfi.is. Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 15. september.
Staðsetning: Sálfræðistofan Höfðabakka
Takmarkaður fjöldi (25 manns)
Verð: 45 þúsund krónur fyrir hvern dag. Tilgreinið hvaða námskeið þið viljið sitja.
Skráning er fullgild eftir greiðslu