Námskeið 23. og 24. september

23 og 24 september verður Bart Walsh með námskeið á sálfræðistofunni Höfðabakka. Skráning á ritari@dfi.is

Á námskeiðinu kynnir Bart aðferðir til að vinna með parta á ómeðvitandi hátt með ósjálfráðum svörum. Hann var í góðum tengslum við Ernest Rossi heitinn og hefur þróað þær hugmyndir áfram.

Bart Walsh, MSW, er löggiltur félagsráðgjafi með diplóma í klínískri félagsráðgjöf og hefur veitt klíniska meðferð frá árinu 1987. Hann stýrir Milton H. Erickson-stofnuninni í Portland (Oregon, Bandaríkjunum), sem er tengd Milton H. Erickson stofnuninni. Klínísk nálgun Bart byggir á styrkleika- og lausnamiðaðri sýn. Auk beinnar klínískrar vinnu með einstaklingum, pörum og fjölskyldum, býður Bart upp á þjálfun í dáleiðslumeðferð fyrir fagfólk með viðeigandi menntun og heldur vinnusmiðjur bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Greinar hans hafa birst í The American Journal of Clinical Hypnosis og The International Journal of Psychosocial and Cultural Genomics. Hann hefur skrifað fjórar bækur og verið meðhöfundur að tveimur.

Sérsvið og áhugasvið Bart fela meðal annars í sér dáleiðslu, erfðastjórnun (epigenetics), áfallameðferð, langvinna sjúkdóma, átraskanir og vímuefnavanda.

Nánar um Bart á Researchgate hér: Bart WALSH | Research profile

Námskeiðslýsing á ensku

Summary: Learn the basics of Functional Systemic Negotiation. This approach encompasses ego state therapy, ideomotor questioning (speaking body language), psychosocial genomics (influencing gene expression), strategic therapy, and more. 

The sources of chronic problem states, be they emotional or physiological, and their resolution will be illustrated. Experiential exercises and demonstration will enhance participant learning.

Learning objectives:

  1. Participants will understand three common sources of chronic problem states.
  2. Participants will understand at least three functional dynamics of ego states (parts).
  3. Participants will understand how to develop a signaling system for communication with the unconscious. 

Outline:

  • Goldfinger approach: managing acute or accumulated emotion
  • Chronic problem states are defined
  • Sources of chronic problem states
  • Communicating with the internal systems, developing ideomotor signals
  • A parts model defined- ego state functions and dynamics
  • Muscle memory and dynamics
  • Resolving the source one of a chronic problem state- past event(s)
  • Resolving the source two of the chronic problem state- belief
  • Resolving the source three of the chronic problem state- genes (force)
  • Resolving the source four of the chronic problem state- isolated parts
  • Creating jobs of parts
  • Transforming problem states
  • Communication with Glia
  • Demonstration with a volunteer
  • Audience questions and discussion

A second day could address specific themes/problems and much more.

Þessi færsla var birt undir Fréttir, Námskeið. Bókamerkja beinan tengil.