Aðalfundur 26. apríl

Kæru félagar í Dáleiðslufélagi Íslands.

Ég minni aftur á aðalfundinn á miðvikudag 26. apríl, kl. 17.00 að Höfðabakka 9.

 Hér fyrir neðan er hlekkur sem sýnir staðsetningu stofunnar og hvernig er best að komast þangað.

https://www.salfraedistofan.is/um-okkur/

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Ekki náðist að fullmanna stjórn félagsins síðast og nú ganga þrír aðilar úr stjórn. Vitað er um tvo áhugasama sálfræðinga sem eru tilbúnir til að ganga inn í stjórn. Það væri gott að fá áhugasama félaga úr öðrum fagstéttum inn í stjórnina einnig. Hafið endilega samband við formann í hannesb@gom.is ef áhugi er fyrir stjórnarsetu. Við vonumst til að geta verið í skemmtilegum uppbyggingafasa næstu ár.

Að fundi loknum ætlar Lilja Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur að segja frá því hvernig dáleiðsla hefur gagnast henni í starfi

 Lilja lærði dáleiðslu hjá Jakobi Jónassyni geðlækni 1993 -1994. Að auki lærði hún Alhliða þjálfun í klínískri dáleiðslu hjá Michael Yapko árið 2013 og tók þátt í masterclass hjá Yapko á árinu 2016. Árið 2009 lauk hún eins árs námi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun HÍ.

Lilja lærði slökun hjá Huldu Jensdóttur ljósmóður árið 1972 og hefur slökunin átt stóran þátt í starfsþróun hennar allar götur síðan. Má þar nefna að hún lagði stund á innhverfa íhugun, margs konar slökunartækni og vinnu með ímyndir (sjónsköpun) sem hún hefur nýtt í starfi.

 Lilja á langan starfsferil að baki á deildum Landspítalans, m.a. á lýtalækningadeild, bæklunarskurðdeild og í sjúkrahústengdri heimaþjónustu Landspítalans. Frá árinu 1995 til starfsloka 2013 starfaði hún á dag- og göngudeild krabbameinslækninga þar sem hún veitti sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki slökunar- og dáleiðslumeðferð.

Lilja hefur gefið út geisladiskana „Innra með þér“ og „Þegar hugsanir trufla svefn“ með talaðri slökun án tónlistar og er unnt að nálgast diskana á Spotify.

Í fyrirlestrinum talar Lilja um hvernig hún nýtti slökun og dáleiðslu sem þátt í meðferð á aukaverkunum og vanlíðan krabbameinssjúklinga. Dæmi eru gefin um innleiðingar, metafórur, sefjanir og árangur af starfinu.

Bestu kveðjur,

Hannes Björnsson, formaður DÍ.

Þessi færsla var birt undir Fréttir, Fundir. Bókamerkja beinan tengil.