Aðalfundur 26. apríl 2023

Skýrsla stjórnar

Síðasti aðalfundur var haldinn 6. apríl 2022. Þar lét Anna Valdimarsdóttir af formennsku eftir sex til sjö ára setu en bauðst til að vera nýjum formanni til halds og traust fyrsta starfsárið sem almennur félagi. Sömuleiðis gengu þá Hrund Scheving og Guðný Anna Arnþórsdóttir út stjórn, en Sigríður Anna Einarsdóttir bauðst til að sitja áfram eitt ár sem ritari. Helga Hinriksdóttir gjaldkeri kom ný inn í stjórn til eins árs setu en ekki náðist að manna stjórnina að fullu.

Eftir aðalfundinn var fræðsluerindi Sigríðar Björnsdóttur sálfræðings um:

Að vinna með fólki eftir kynferðisofbeldi.

Stjórnin hefur haldið 12 fundi frá síðasta aðalfundi 6/4/22 og er þetta sá þrettándi. Hún hefur og sinnt fræðslu og námskeiðahaldi. Dagsetningar funda eru 29/4, 25/5, 14/9/, 26/9, 10/10, 19/10, 16/11, 26/11, 11/1, 19/1, 8/2, 23/3 og nú 26/4.

Hæst ber í starfinu að Bernhard Trenkle fyrrum formaður alþjóðafélagsins kom með hingað  með kynningar­námskeið 7. og 8. október sem var þokkalega vel sótt. Undirbúningur námskeiðsins hafði verið íhendi fyrri stjórnar sem leitaði til Endurmenntunar Háskóla Íslands með utanumhald þess.

Fram kom hjá þeim sem sátu námskeiðið að sumir hefðu þurft að fá ítarlegra grunnnámskeið og meiri æfingar til að tileinka sér aðferðir í dáleiðslu en þeir reyndari fengu meira út úr námskeiðinu.

Mjög mikilvægt var fyrir stjórnina að ná góðir tengingu við alþjóðafélagið gegnum Bernhard Trenkle og samtal hefur staðið yfir um mögulega ítarlegri fræðslu frá alþjóðafélaginu. Sú vinna var kynnt á fundi fyrir félagsmenn 8/2/23 og verður henni haldið áfram.  

Dagur dáleiðslunnar var haldinn hátíðlegur í Neskirkju 19. október og þá flutti dr. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir erindi um dulvitund og dáleiðslu sem var vel sótt og gerður góður rómur að.

Það hét: Hugsað um hugann: Dáleiðsla og lækningarmáttur ímyndunaraflsins

Nokkrir félagar bættust í félagið þá.

Annað fræðsluerindi var haldið 16. nóvember þar sem Edda Arnadal fjallaði um EMDR úrvinnslu sorgar.

Þegar sorgin festist“- erfiður missir og úrvinnsla með EMDR

Félaga eru nú um 60 og hefur fjölgað nokkuð frá fyrra ári.

Stjórnin hefur unnið ýmsa skipulagsvinnu á starfsárinu. Félagatal hefur verið einfaldað og flutt í Excel sem auðveldar mjög utanumhald og  rafræn samskipti við félaga.

Ný heimasíða hefur verið sett upp sem er einfaldari að gerð og auðvelt að vinna með. Þar verður auðveldara að koma erindum frá alþjóðafélagi og evrópufélagi áfram til félagsmann.  Stjórnin ætlar sér fram að næsta hausti til að gera hana góða, þannig að félagið fái sterka faglega ásynd. Þannig skeri félagið sig úr og er þá sýnilega á öðrum nótum en önnur félög dáleiðara.

Nokkur umræða hefur verið um auglýsingar frá dáleiðslufélögum leikmanna og er það mat formanns að besta leiðin til að aðgreina sig frá þeim er að vera með slíka sterka faglega ásynd þar sem sést að virkt samband er við aðildarfélög okkar erlendis. Án þess er ekki gott fyrir annað heilbrigðisstarfsfólk að greina muninn á okkar félagi og þeirra.

Líkt og fram kom í upphafi erindis ganga nú þrír af fjórum stjórnarmönnum úr stjórn. Þeim eru þökkuð löng og góð störf fyrir félagið.

Það er margt spennandi framundan hjá félaginu og eru félagar úr sem flestum fagstéttum hvattir til þess að bjóða fram krafta sína til stjórnarsetu til að geta haft áhrif á það hvernig starfið framundan verður.

Bestu þakkir.

Hannes Björnsson formaður.

Þessi færsla var birt undir Fréttir, Fundir. Bókamerkja beinan tengil.