Fréttir

Fréttir frá Dáleiðslufélagi Íslands.

Kæru félagar.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins 26. apríl síðastliðinn. Stjórnin skipti nú svo með sér verkum.

Hannes Björnsson formaður til tveggja ára situr áfram, Arndís Valgarðsdóttir er nýr gjaldkeri og Halldóra Björk Bergmann er nýr ritari.

Stjórn er ekki fullskipuð og getur bætt við tveimur nýjum meðlimum.

Fráfarandi stjórnarfólki, sem eru  Anna Valdimarsdóttir, Helga Hinriksdóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir, eru þökkuð góð störf og ánægjulegt samstarf.

Ný stjórn hefur fundað tvisvar.

Unnið hefur verið áfram að netmálum og því að koma upp grunnnámi í dáleiðslu í tengslum við Alþjóðafélagið en einnig skoðaðir aðrir möguleikar.

Fyrir þau ykkar sem voru hjá Yapko á sínum tíma má benda á gott 100 stunda netnám sem getur bæði verið góður grunnur og eins góð upprifjun. Það kostar 3500 $ og hefst í janúar 2024. Það er hlekkur á nánari lýsingu þess HÉR.

Á sama stað er boðið áhugavert 175 $ framhaldsnámskeið um stífni í nóvember á þessu ári.  

Alþjóðafélagið er með mánaðarleg erindi sem kosta 20$ fyrir félagsmenn að sitja. HÉR er hlekkur á næsta erindi, haldið 19 júlí, sem er mjög áhugavert:

Loks er HÉR hlekkur á fréttabréf sumarsins frá Evrópufélaginu.

Vetrarstarfið verður kynnt þegar nær dregur.

Bestu sumarkveðjur.
Hannes Björnsson, formaður

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.