Vetrardagskrá

Nú fer vetrardagskráin senn af stað. Ráðstefna Alþjóðafélagsins í Kraká var áhugaverð og félagið hefur keypt aðgang að efni sem var tekið upp þar. Hugmyndin er sýna slíkt efni á föstum fundum og að því loknu geti verið stutt umræða og æfingar. Listi yfir efnið hefur verið sendur til félaga sem geta haft áhrif á val efnis.

Fastir fundir verða þrír:

2. okt 17-19 – efni kynnt síðar

6. nóv 17-19 – efni kynnt síðar

4. des 17-19 – efni kynnt síðar

Stjórn félagsins getur verið félagsmönnum innan handar ef þeir vilja halda kynningar eða stutt námskeið á sviði dáleiðslu eða tengdra atriða, þessu til viðbótar. Félagið getur þá aðstoðað við kynningu á slíkum viðburðum og lagt til húsnæði sé þess óskað en skráning og hugsanleg gjaldataka væri hvers og eins að sjá um.

Dagur dáleiðslunnar verður með fyrra fallinu í ár. Afmælisdagur Jakobs Jónassonar er 28. október en í við minnumst hans að þessu sinni þann 19. október. Gert er ráð fyrir að vera með borðhald á góðum stað og gestur okkar þar verður Randi Abrahamsen, næsti formaður Evrópufélagsins, sem er jafnframt leiðandi í rannsóknarverkefnum þess.

18. október verður hún með sérstakt námskeið um dáleiðslu fyrir tannlækna.

19. október verður hún með námskeið um dáleiðslu við krónískum verkjum.

Hér eru upplýsingar um hana:

Þessi færsla var birt undir Fréttir, Fundir, Námskeið. Bókamerkja beinan tengil.