Námskeið Stefan Hammel á föstudag

Áður auglýst námskeið Stefan Hammel hefst kl. 9.00 á föstudag að sálfræðistofunni Höfðabakka. Sjá staðsetningu hér.

Stefan vill gjarnan hafa námskeiðið meira opið, þannig að fólki gefist kost á að mæta aðeins fyrri daginn eða aðeins síðari daginn ef því líst þannig á, enda ekki sama efnið báða dagana. Til dæmis væri hægt að mæta fyrri daginn og sjá svo til með þann síðari.

Verð fyrir hvern dag er 24 þúsund krónur fyrir félaga en 27 þúsund krónur fyrir aðra og greiðist þátttakan eftir á. Hádegishlé er milli 12 og 13, stutt er í mathöll og veitingastaði. Gert er ráð fyrir að námskeiðin standi til 16 eða 17 eftir því hvernig fram vindur.

Enn er pláss fyrir þátttakendur – best er að láta vita af sér með rafpósti til hannesb@gom.is

Þessi færsla var birt undir Fundir, Fyrirlestrar, Námskeið. Bókamerkja beinan tengil.