Nám

Hér er greint frá námskeiðum og ráðsetefnum sem framundan eru.

WIGRY 2026

Ég er nýlega kominn frá Wigry í Póllandi þar sem ég var í annað sinn og mun fara þangað aftur að ári. Næsta ár hefst vikan þar 13. júní og helsti framsögumaður það ár er Gunther Schmidt sem hefur haft mikil áhrif á sálfræðimeðferð í Þýskalandi og víðar.

Wigry samverurnar eru samvinnuverkefni pólsku Milton Erickson­stofnun­arinnar í Lodz sem Kris Klajs formaður alþjóðafélagsins fer fyrir og Milton Erickson stofnunarinnar í Rottweil hvers formaður er Bernhard Trenkle fyrrum formaður alþjóðafélagsins. Á næsta ári verður það 35. samveran sem þeir standa að þar.  

Þetta ár var notuð enska jöfnum höndum en í fyrra var nær eingöngu notuð þýska þar, þannig að þessar samverur eru kannski ekki fyrir hvern sem er. Ég mæli samt mjög með þeim því þar kynnist maður mörgum sérfræðingum sem nota dáleiðslu á fjölbreyttan hátt í starfi sínu. Þar fyrir utan skilar samveran 48 stundir í símenntum í dáleiðslu og allt að 8 tímum í handleiðslu. Samveran kostar 1130 EUR ef bókað er fyrir 15. Janúar 2026.

Hægt er að bæta við viku kajakferð í beinu framhaldi fyrir 440EUR. Ég hef farið hana tvisvar og mæli eindregið með henni.

Nánari upplýsingar hér: https://www.wigry.de/

GLASGOW 2026

Síðar um næsta sumar, 26. til 30. ágúst er svo evrópuráðstefnan í Glasgow.  Það verður án efa skemmtileg og fróðleg samvera. „Snemmskráningu“ lýkur 31. þessa mánaðar. Gjaldið fyrir félaga í DÍ er nú 495 Pund en verður svo 535 Pund.

Nánari upplýsingar hér: European Society of Hypnosis Congress 2026

PAESTUM 2027

Fyrir þá sem hugsa langt fram í tímann má svo benda á Alþjóðarástefnuna í Ítalíu ári síðar. Nánari upplýsingar um hana hér: Paestum 2027 – The International Society for Hypnosis og her: XVIII Congress 2027 SII Paestum – XVIII Congresso Società italiana di ipnosi 2027 Paestum. Snemmaksráning er til 30. september 2025