Víða á netinu má finna námskeið sem grunn í dáleiðslu eða sertækari efni. Félögin sem bent er á undir flipanum „tenglar“ auglýsa ýmis námskeið. Félagar DÍ mega sitja námskeið hjá ISH og ESH og eru væntanlega velkomnir á að minnsta kosti sum námskeið hjá Norðurlandaþjóðum. Í sumum tilvikum er þess krafist að grunnmentun í dáleiðslu sé til staðar. ASCH námskeið eru aðeins fyrir ASCH félaga. Hægt er að sækja um félagsaðild að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
17. október verður Randi Abrahamsen með sérstakt námskeið um dáleiðslu fyrir tannlækna.
18. október verður hún með námskeið um dáleiðslu við krónískum verkjum.
Stjórn félagsins getur verið félagsmönnum innan handar ef þeir vilja halda kynningar eða stutt námskeið á sviði dáleiðslu eða tengdra atriða, þessu til viðbótar. Félagið getur þá aðstoðað við kynningu á slíkum viðburðum og lagt til húsnæði sé þess óskað, en skráning og hugsanleg gjaldataka væri hvers og eins að sjá um.