Samstarf

Dáleiðslufélag Íslands (DÍ) er hluti af Alþjóðafélaginu og Evrópufélaginu. Formaður eða annar fulltrúi situr fundi þessara samtaka. Félögin standa bæði fyrir ráðsetefnum á þriggja ára fresti. Næsta ráðsetefna Alþjóðafélagsins er í Kraká í júní á næsta ári en næsta ráðstefna Evrópufélagsins er í Glasgow í ágúst 2026.

Það hefur skipt miklu máli að sækja þessar ráðstefnur til að mynda góð tengsl við önnur félög í þeim löndum sem við tengjumst helst. Félögum í DÍ stendur til boða að sækja nám í Danmörku sem er að hefjast og jafnframt er í undirbúningi nám hér heima sem norskur kennari mun leiða ef næg þátttaka næst.