Dagur dáleiðslunnar í Hannesarholti

Á degi dáleiðslunnar í minnast félagar Jakobs Jónassonar geðlæknis sem var frumkvöðull í dáleiðslu á Íslandi.

Dagurinn er að þessu sinni haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 11.00 í Hannesarholti.

Formaður Dáleiðslufélags Íslands mun kynna félagið fyrir áhugasömum aðilum í Hljóðbergi, sal Hannesarholts. Hann er nýkominn frá ráðstefnu Evrópufélagsins og segir fréttir af því helsta sem þar bar góma. Kynningin er ókeypis. Að henni lokinni er hægt að versla veitingar á efri hæð Hannesarholts og ræða málin áfram. Allir velkomnir. Félagsmenn eru hvattir til þess að hafa með sér gesti.

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Dagur dáleiðslunnar í Hannesarholti

Næsta námskeið er 15. nóvember

Dr. Gisela Perren-Klinger

Five basic techniques in dealing effectively with High Stress (Trauma) Consequences   

Wed, 15 Nov 2023 I 17-20 CET

Birt í Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Næsta námskeið er 15. nóvember

Næsta námskeið 18. október

Kynning á næsta mánaðarlega masterclass. Að nota dáleiðslu í geðlækningum.  

Viðtal sem Enayat Shahidi tók við Stephane Radoykov, er sýnilegt á YouTube rás félagsins íg engum þennan hlekk:

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Næsta námskeið 18. október

Kæru félagar,


Kynning á næsta fyrirlestri sem er á miðvikudag. 

Viðtal Enayat Shahidi við Andreas Kollar, á YouTube rás Alþjóðafélagsins:

Smellið hér til að skrá ykkur. 

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Kæru félagar,

Fyrirlestur 20. september

Næsti fyrilestur í boði Alþjóðafélagsins nefnist:

The power of silence in hypnotherapy: Where hypnotherapy meets brainspotting

Flytjandi er Andreas Kollar, sem er klinískur sálfræðingur.

Stutt CV á ensku:

Andreas Kollar is a Clinical Psychologist, Health Psychologist, Sport Psychologist, and Coach living in Vienna, Austria.

He is the past president of the Milton Erickson Society Austria (MEGA) and a trainer and supervisor for clinical hypnosis. He has worked for ten years in psychiatric institutions and more than 12 years in a private practice. He is the author of two books; at least a third is in the making

Abstract:

Brainspotting is a method that was developed by David Grand out of EMDR and is a trauma-integration method. 

In this workshop, you will learn about the most essential elements of Brainspotting to use within a hypnotherapeutic frame. Particular emphasis is placed on the technique and posture of minimal intervention for maximum development, which is rooted in the client-responsive approach of Ernest Rossi. The focusing technique presented here can be excellently combined with experience-activating, hypnosomatic approach, and hypnotherapeutic methods.

The facilitator will demonstrate how Brainspotting works inside a hypnotherapeutic frame and how silence can enhance the effect of hypnotic suggestions. 

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur 20. september

Fyrirlestur frá Alþjóðafélaginu

Dr. Lars-Eric Uneståhl um dáleiðslu, sjálfsstjórn og heilsu


Stutt kynning í boði Alþjóðafélagsins. 

Enayat Shahidi talar við Lars-Eric Uneståhl, um fyrirlesturinn miðvikudag 23 ágúst:

Smellið hér til að skrá ykkur. 

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur frá Alþjóðafélaginu

Fyrirlestur 19. júlí 2023

Alþjóðafélagið býður ykkur á mánaðarlegan Masterclass með Camillo Loriedo

Að vinna með hið ósýnilega (Working with the invisible: Recognizing and using minimal cues in hypnotic diagnosis and treatment)

Viðtal Enayat Shahidi við Camillo Loriedo er nú aðgengilegt á YouTube rás alþjóðafélagsins:T

Birt í Fréttir, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur 19. júlí 2023

Fréttir

Fréttir frá Dáleiðslufélagi Íslands.

Kæru félagar.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins 26. apríl síðastliðinn. Stjórnin skipti nú svo með sér verkum.

Hannes Björnsson formaður til tveggja ára situr áfram, Arndís Valgarðsdóttir er nýr gjaldkeri og Halldóra Björk Bergmann er nýr ritari.

Stjórn er ekki fullskipuð og getur bætt við tveimur nýjum meðlimum.

Fráfarandi stjórnarfólki, sem eru  Anna Valdimarsdóttir, Helga Hinriksdóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir, eru þökkuð góð störf og ánægjulegt samstarf.

Ný stjórn hefur fundað tvisvar.

Unnið hefur verið áfram að netmálum og því að koma upp grunnnámi í dáleiðslu í tengslum við Alþjóðafélagið en einnig skoðaðir aðrir möguleikar.

Fyrir þau ykkar sem voru hjá Yapko á sínum tíma má benda á gott 100 stunda netnám sem getur bæði verið góður grunnur og eins góð upprifjun. Það kostar 3500 $ og hefst í janúar 2024. Það er hlekkur á nánari lýsingu þess HÉR.

Á sama stað er boðið áhugavert 175 $ framhaldsnámskeið um stífni í nóvember á þessu ári.  

Alþjóðafélagið er með mánaðarleg erindi sem kosta 20$ fyrir félagsmenn að sitja. HÉR er hlekkur á næsta erindi, haldið 19 júlí, sem er mjög áhugavert:

Loks er HÉR hlekkur á fréttabréf sumarsins frá Evrópufélaginu.

Vetrarstarfið verður kynnt þegar nær dregur.

Bestu sumarkveðjur.
Hannes Björnsson, formaður

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fréttir

Aðalfundur 26. apríl 2023

Skýrsla stjórnar

Síðasti aðalfundur var haldinn 6. apríl 2022. Þar lét Anna Valdimarsdóttir af formennsku eftir sex til sjö ára setu en bauðst til að vera nýjum formanni til halds og traust fyrsta starfsárið sem almennur félagi. Sömuleiðis gengu þá Hrund Scheving og Guðný Anna Arnþórsdóttir út stjórn, en Sigríður Anna Einarsdóttir bauðst til að sitja áfram eitt ár sem ritari. Helga Hinriksdóttir gjaldkeri kom ný inn í stjórn til eins árs setu en ekki náðist að manna stjórnina að fullu.

Eftir aðalfundinn var fræðsluerindi Sigríðar Björnsdóttur sálfræðings um:

Að vinna með fólki eftir kynferðisofbeldi.

Stjórnin hefur haldið 12 fundi frá síðasta aðalfundi 6/4/22 og er þetta sá þrettándi. Hún hefur og sinnt fræðslu og námskeiðahaldi. Dagsetningar funda eru 29/4, 25/5, 14/9/, 26/9, 10/10, 19/10, 16/11, 26/11, 11/1, 19/1, 8/2, 23/3 og nú 26/4.

Hæst ber í starfinu að Bernhard Trenkle fyrrum formaður alþjóðafélagsins kom með hingað  með kynningar­námskeið 7. og 8. október sem var þokkalega vel sótt. Undirbúningur námskeiðsins hafði verið íhendi fyrri stjórnar sem leitaði til Endurmenntunar Háskóla Íslands með utanumhald þess.

Fram kom hjá þeim sem sátu námskeiðið að sumir hefðu þurft að fá ítarlegra grunnnámskeið og meiri æfingar til að tileinka sér aðferðir í dáleiðslu en þeir reyndari fengu meira út úr námskeiðinu.

Mjög mikilvægt var fyrir stjórnina að ná góðir tengingu við alþjóðafélagið gegnum Bernhard Trenkle og samtal hefur staðið yfir um mögulega ítarlegri fræðslu frá alþjóðafélaginu. Sú vinna var kynnt á fundi fyrir félagsmenn 8/2/23 og verður henni haldið áfram.  

Dagur dáleiðslunnar var haldinn hátíðlegur í Neskirkju 19. október og þá flutti dr. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir erindi um dulvitund og dáleiðslu sem var vel sótt og gerður góður rómur að.

Það hét: Hugsað um hugann: Dáleiðsla og lækningarmáttur ímyndunaraflsins

Nokkrir félagar bættust í félagið þá.

Annað fræðsluerindi var haldið 16. nóvember þar sem Edda Arnadal fjallaði um EMDR úrvinnslu sorgar.

Þegar sorgin festist“- erfiður missir og úrvinnsla með EMDR

Félaga eru nú um 60 og hefur fjölgað nokkuð frá fyrra ári.

Stjórnin hefur unnið ýmsa skipulagsvinnu á starfsárinu. Félagatal hefur verið einfaldað og flutt í Excel sem auðveldar mjög utanumhald og  rafræn samskipti við félaga.

Ný heimasíða hefur verið sett upp sem er einfaldari að gerð og auðvelt að vinna með. Þar verður auðveldara að koma erindum frá alþjóðafélagi og evrópufélagi áfram til félagsmann.  Stjórnin ætlar sér fram að næsta hausti til að gera hana góða, þannig að félagið fái sterka faglega ásynd. Þannig skeri félagið sig úr og er þá sýnilega á öðrum nótum en önnur félög dáleiðara.

Nokkur umræða hefur verið um auglýsingar frá dáleiðslufélögum leikmanna og er það mat formanns að besta leiðin til að aðgreina sig frá þeim er að vera með slíka sterka faglega ásynd þar sem sést að virkt samband er við aðildarfélög okkar erlendis. Án þess er ekki gott fyrir annað heilbrigðisstarfsfólk að greina muninn á okkar félagi og þeirra.

Líkt og fram kom í upphafi erindis ganga nú þrír af fjórum stjórnarmönnum úr stjórn. Þeim eru þökkuð löng og góð störf fyrir félagið.

Það er margt spennandi framundan hjá félaginu og eru félagar úr sem flestum fagstéttum hvattir til þess að bjóða fram krafta sína til stjórnarsetu til að geta haft áhrif á það hvernig starfið framundan verður.

Bestu þakkir.

Hannes Björnsson formaður.

Birt í Fréttir, Fundir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 26. apríl 2023

Aðalfundur 26. apríl

Kæru félagar í Dáleiðslufélagi Íslands.

Ég minni aftur á aðalfundinn á miðvikudag 26. apríl, kl. 17.00 að Höfðabakka 9.

 Hér fyrir neðan er hlekkur sem sýnir staðsetningu stofunnar og hvernig er best að komast þangað.

https://www.salfraedistofan.is/um-okkur/

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Ekki náðist að fullmanna stjórn félagsins síðast og nú ganga þrír aðilar úr stjórn. Vitað er um tvo áhugasama sálfræðinga sem eru tilbúnir til að ganga inn í stjórn. Það væri gott að fá áhugasama félaga úr öðrum fagstéttum inn í stjórnina einnig. Hafið endilega samband við formann í hannesb@gom.is ef áhugi er fyrir stjórnarsetu. Við vonumst til að geta verið í skemmtilegum uppbyggingafasa næstu ár.

Að fundi loknum ætlar Lilja Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur að segja frá því hvernig dáleiðsla hefur gagnast henni í starfi

 Lilja lærði dáleiðslu hjá Jakobi Jónassyni geðlækni 1993 -1994. Að auki lærði hún Alhliða þjálfun í klínískri dáleiðslu hjá Michael Yapko árið 2013 og tók þátt í masterclass hjá Yapko á árinu 2016. Árið 2009 lauk hún eins árs námi í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun HÍ.

Lilja lærði slökun hjá Huldu Jensdóttur ljósmóður árið 1972 og hefur slökunin átt stóran þátt í starfsþróun hennar allar götur síðan. Má þar nefna að hún lagði stund á innhverfa íhugun, margs konar slökunartækni og vinnu með ímyndir (sjónsköpun) sem hún hefur nýtt í starfi.

 Lilja á langan starfsferil að baki á deildum Landspítalans, m.a. á lýtalækningadeild, bæklunarskurðdeild og í sjúkrahústengdri heimaþjónustu Landspítalans. Frá árinu 1995 til starfsloka 2013 starfaði hún á dag- og göngudeild krabbameinslækninga þar sem hún veitti sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki slökunar- og dáleiðslumeðferð.

Lilja hefur gefið út geisladiskana „Innra með þér“ og „Þegar hugsanir trufla svefn“ með talaðri slökun án tónlistar og er unnt að nálgast diskana á Spotify.

Í fyrirlestrinum talar Lilja um hvernig hún nýtti slökun og dáleiðslu sem þátt í meðferð á aukaverkunum og vanlíðan krabbameinssjúklinga. Dæmi eru gefin um innleiðingar, metafórur, sefjanir og árangur af starfinu.

Bestu kveðjur,

Hannes Björnsson, formaður DÍ.

Birt í Fréttir, Fundir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 26. apríl