Grunnnámskeið í dáleiðslu

Randi Abrahamsen, tannlæknir, er með grunnnámskeið í dáleiðslu 14-16. febrúar næstkomandi. Námskeiðið kostar 135 þúsund krónur og er fjöldi þátttakenda takmarkaður. Skráning er hjá ritari@dfi.is

Randi er næsti forseti Evrópska Dáleiðslufélagsins (European Hypnosis Society) og hefur undanfarna áratugi lagt mikið af mörkum til rannsókna og fræðslu um dáleiðslu.

Grunnnámskeið í klínískri dáleiðslu

25 klukkustundir (3 x 8 kennslustundir og 2 x 30 mínútna handleiðsla á netinu). Námskeiðið samanstendur af fræðslu, dæmum úr meðferð (clinical cases) og dáleiðsluæfingum fyrir alla þátttakendur ásamt gagnlegum æfingum þar sem þátttakendur æfa sig hver á öðrum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur myndi hópa eftir námskeiðið til að halda áfram að æfa sig og geta sótt handleiðslu til Randi gegnum Zoom.

Markmið námskeiðsins

 Að þátttakendur:

  • öðlist þekkingu á skilgreiningum dáleiðslu, rými sem hentar dáleiðslu, notkunarsviðum dáleiðslu, siðareglum, frábendingum frá dáleiðslu, ágripi af sögu dáleiðslunnar, dáleiðslunæmi, skynjunaraðferðum, taugalífeðlisfræðilegum bakgrunni dáleiðslunnar.
  • þekki klínískan stuðning um gagnsemi dáleiðslu og taugalífeðlisfræðilegan bakgrunn verkjastillingar með dáleiðslu.
  • geti nýtt sér þekkingu sína til að leiðrétta goðsagnir og fordóma varðandi dáleiðslu.
  • geti myndað gott samband við skjólstæðinga og útbúið ákjósanlegt umhverfi fyrir dáleiðsluna.
  • kunni að aðlaga raddblæ og tileinka sér dáleiðandi málfar sem stuðlar að dáleiðsluástandi.
  • kunni að byggja upp dáleiðsluferlið, að nota lykilorð til að akkera og undirstrika styrkleika.
  • tileinki sér fjölbreytt orðalag í innleiðingu.
  • læri aðferðir fylltar leikgleði við meðferð barna.
  • læri aðferðir til að nota dáleiðslu við verkjastillingu.

Dagskrá:

Dagur 1. Föstudagur 14. febrúar 2025

Randi og þátttakendur kynna sig. Væntingar þátttakenda til dáleiðslu.

Kennslumarkmið:

Hvað er dáleiðsla? Fordómar og goðsagnir, fyrirbærið dáleiðsla, dáleiðslunæmi, skynjunaraðferðir, notkun dáleiðslumálfars. Rými sem hentar dáleiðslu, stutt söguágrip um dáleiðslu, siðfræði í dáleiðslu og frábendingar.

Dagskrá:

Kynning á dáleiðslu með sýnikennslu og æfingum sem leggja áherslu á innsæi og viðtalstækni. Í gegnum æfingar sem beina sjónum að styrkleikum skjólstæðinga lærir þátttakandi að framkalla dáleiðsluástand af öryggi. Þátttakendur munu æfa mismunandi dáleiðsluaðferðir í smærri hópum. Í byrjun verða notuð handrit við dáleiðslu.

Dagur 2. Laugardagur 15. febrúar 2025

Kennslumarkmið:

Kynning á taugalífeðlisfræðilegum bakgrunni dáleiðslunnar.

Dagskrá:

Framhald á sýnikennslu og æfingum með áherslu á að efla styrkleika skjólstæðings til að ráða við vandamál sín, til dæmis að kvíða fyrir sársaukafullum aðgerðum. Efling styrkleika.

Mismunandi aðferðir til að innleiða dáleiðslu og dýpka dáleiðslu.

Aðferðir fylltar leikgleði fyrir dáleiðslu barna.

Dagur 3. Sunnudagur 16. febrúar 2025

Kennslumarkmið:

Yfirlit um gagnsemi dáleiðslu til klínískra nota. Kenningin um dáleiðslu við verkjastillingu.

Dagskrá:

Framhald á sýnikennslu og æfingum þar sem unnið er með tvo mismunandi hluta innri togstreitu (hugrakka hlutann og kvíðahlutann).

Kynning á verkjastillandi dáleiðslu.

Námskeiðinu lýkur með leiðbeiningum um hvernig þátttakendur geta aðlagað notkun dáleiðslu innan síns sérsviðs.

Birt í Fréttir, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Grunnnámskeið í dáleiðslu

Félagsfundur 27. nóvember

Síðasti félagsfundur starfsársins verður 27. nóvember. Randi Abrahamsen mætir gegnum Zoom og kynnir fyrirhugað grunnnámskeið í dáleiðslu fyrir fagfólk sem verður haldið 14-16. febrúar næstkomandi.

Randi hefur verið kjörin næsti forseti Evrópska Dáleiðslufélagsins (European Hypnosis Society) og hefur undanfarna áratugi lagt mikið af mörkum til rannsókna og fræðslu um dáleiðslu.

Grunnnámskeið í klínískri dáleiðslu

25 klukkustundir (3 x 8 kennslustundir og 2 x 30 mínútna handleiðsla á netinu). Námskeiðið samanstendur af fræðslu, dæmum úr meðferð (clinical cases) og dáleiðsluæfingum fyrir alla þátttakendur ásamt gagnlegum æfingum þar sem þátttakendur æfa sig hver á öðrum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur myndi hópa eftir námskeiðið til að halda áfram að æfa sig og geta sótt handleiðslu til Randi gegnum Zoom.

Markmið námskeiðsins

 Að þátttakendur:

  • öðlist þekkingu á skilgreiningum dáleiðslu, rými sem hentar dáleiðslu, notkunarsviðum dáleiðslu, siðareglum, frábendingum frá dáleiðslu, ágripi af sögu dáleiðslunnar, dáleiðslunæmi, skynjunaraðferðum, taugalífeðlisfræðilegum bakgrunni dáleiðslunnar.
  • þekki klínískan stuðning um gagnsemi dáleiðslu og taugalífeðlisfræðilegan bakgrunn verkjastillingar með dáleiðslu.
  • geti nýtt sér þekkingu sína til að leiðrétta goðsagnir og fordóma varðandi dáleiðslu.
  • geti myndað gott samband við skjólstæðinga og útbúið ákjósanlegt umhverfi fyrir dáleiðsluna.
  • kunni að aðlaga raddblæ og tileinka sér dáleiðandi málfar sem stuðlar að dáleiðsluástandi.
  • kunni að byggja upp dáleiðsluferlið, að nota lykilorð til að akkera og undirstrika styrkleika.
  • tileinki sér fjölbreytt orðalag í innleiðingu.
  • læri aðferðir fylltar leikgleði við meðferð barna.
  • læri aðferðir til að nota dáleiðslu við verkjastillingu.

Námskeiðið kostar 135 þúsund krónur og er fjöldi þátttakenda takmarkaður. Skráning er hjá ritari@dfi.is

Dagskrá:

Dagur 1. Föstudagur 14. febrúar 2025

Randi og þátttakendur kynna sig. Væntingar þátttakenda til dáleiðslu.

Kennslumarkmið:

Hvað er dáleiðsla? Fordómar og goðsagnir, fyrirbærið dáleiðsla, dáleiðslunæmi, skynjunaraðferðir, notkun dáleiðslumálfars. Rými sem hentar dáleiðslu, stutt söguágrip um dáleiðslu, siðfræði í dáleiðslu og frábendingar.

Dagskrá:

Kynning á dáleiðslu með sýnikennslu og æfingum sem leggja áherslu á innsæi og viðtalstækni. Í gegnum æfingar sem beina sjónum að styrkleikum skjólstæðinga lærir þátttakandi að framkalla dáleiðsluástand af öryggi. Þátttakendur munu æfa mismunandi dáleiðsluaðferðir í smærri hópum. Í byrjun verða notuð handrit við dáleiðslu.

Dagur 2. Laugardagur 15. febrúar 2025

Kennslumarkmið:

Kynning á taugalífeðlisfræðilegum bakgrunni dáleiðslunnar.

Dagskrá:

Framhald á sýnikennslu og æfingum með áherslu á að efla styrkleika skjólstæðings til að ráða við vandamál sín, til dæmis að kvíða fyrir sársaukafullum aðgerðum. Efling styrkleika.

Mismunandi aðferðir til að innleiða dáleiðslu og dýpka dáleiðslu.

Aðferðir fylltar leikgleði fyrir dáleiðslu barna.

Dagur 3. Sunnudagur 16. febrúar 2025

Kennslumarkmið:

Yfirlit um gagnsemi dáleiðslu til klínískra nota. Kenning um dáleiðslu við verkjastillingu.

Dagskrá:

Framhald á sýnikennslu og æfingum þar sem unnið er með tvo mismunandi hluta innri togstreitu (hugrakka hlutann og kvíðahlutann).

Kynning á verkjastillandi dáleiðslu.

Námskeiðinu lýkur með leiðbeiningum um hvernig þátttakendur geta aðlagað notkun dáleiðslu innan síns sérsviðs.

Birt í Fréttir, Fundir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Félagsfundur 27. nóvember

Dagur dáleiðslunnar 26. október kl. 17.00

Dagur dáleiðslunnar er ætíð haldinn í nánd við fæðingardag Jakobs Jónassonar sem er 28. október.

Að þessu sinni er dagur dáleiðslunnar haldinn laugardaginn 26. október í salnum hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka sem er hér: https://www.salfraedistofan.is/um-okkur/ og hefst kl. 17.00. Þátttaka er ókeypis fyrir félaga og gesti þeirra en allt háskólamenntað fagfólk á heilbrigðissviði sem er áhugasamt um notkun dáleiðslu í sinni meðferðarvinnu er auðvitað hjartanlega velkomið. Vinsamlegast tilkynnið ykkur fyrirfram á netfangið ritari@dfi.is svo að hægt sé að áætla veitingar

Shawn Criswell mætir á fundinn gegnum Zoom en hún er meðhöfundur Michael Yapko að nýjustu útgáfu Trancework sem kemur út í febrúar á næsta ári. Hér eru nánari upplýsingar um hana https://www.drshawnrcriswell.com/about

Á þessum degi dáleiðslunnar mun stjórnin leggja fram hugmyndir um skipan mála hjá félaginu til framtíðar. Þær hafa verið unnar í samráði við Alþjóðafélagið, Evrópufélagið og Shawn Criswell sem er vel tengd inn í Ameríska félagið og þekkir þær kröfur vel.

Fundurinn hefst kl. 17.00 með kynningu á hugmyndum stjórnar og umræðum um þær.

Svo mun Shawn vera með kynningu á nýju útgáfunni af Trancework og eiga samtal við fundargesti um það sem brennur á þeim.

Birt í Fréttir, Fundir, Fyrirlestrar | Slökkt á athugasemdum við Dagur dáleiðslunnar 26. október kl. 17.00

Leiðsla, athafnir og lækning í fjölskyldum á Balí

Það er nýr masterclass hjá Alþjóðafélaginu miðvikudaginn 16. október kl. 16.00 til 19.00 að íslenskum tíma (17:00 – 20:00 CET)

Trance, Ceremony, and Healing Families in Bali er flutt af Eric Greenleaf, PhD og það er viðtal við hann um fyrirlesturinn hér: https://www.youtube.com/watch?v=kN2y1GwDnEk

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Leiðsla, athafnir og lækning í fjölskyldum á Balí

Hugvíkkandi efni og dáleiðsla

Á fundinum þann 2. október ætlum við að skoða kynningu frá Amerísku dáleiðslusamtökunum ASCH þar sem farið er yfir tengsl dáleiðslu og meðferðar með hugvíkkandi efnum.

Í framhaldi af því má benda á ráðstefnu hjá Hollensku dáleiðslusamtökunum síðar í sömu viku þar sem farið er ítarlega yfir þessi mál frá ýmsum sjónarhornum. Þátttaka kostar 300 Eur. Keyptur hefur verið rafrænn aðgangur fyrir laugardaginn.

Unveiling the Mind: Convergence of Hypnotic and Psychedelic Realities

OCTOBER 4 – 5, 2024 – UTRECHT

 A TWO-DAY SCIENTIFIC CROSSTALK BETWEEN RESEARCHERS AND THERAPISTS

Congres | nvvh.com

Sjáumst á miðvikudag kl. 17.00 í salnum hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka.

Birt í Fundir | Slökkt á athugasemdum við Hugvíkkandi efni og dáleiðsla

Námskeið fellur niður

Fyrirhugað námskeið með Randi Abrahamsen fellur því miður niður að sinni. Það er í skoðun að hafa námskeiðin fyrir páska í apríl á næsta ári. Áhugasamir mega senda póst á ritari @dfi.is ef þeir vilja, en námskeið á þeim tíma verða kynnt síðar.

Dagur dáleiðslunnar var hugsaður með hliðsjón af námskeiðinu en þar sem það verður ekki, þá hliðrum við Dag dáleiðslunnar nær sinni réttu dagsetningu, yfir á laugardaginn 26. október. Staður og stund verða kynnt betur bráðlega.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Námskeið fellur niður

Dáleiðsla fyrir tannlækna

Dáleiðslufélag Íslands og Endurmenntunarnefnd Tannlæknafélagsins

Kynning á notkun dáleiðslu í tannlækningum

Tannlæknir, Ph.D. Randi Abrahamsen, Frederikshavn, Danmörku

Ertu forvitin að vita meira um dáleiðslu og hvernig dáleiðsla getur hjálpað kvíðnum sjúklingum, bæði fullorðnum og börnum, að takast á við tannmeðferð. Í þessari vinnustofu færðu innsýn í bakgrunn dáleiðslu, upplýsingar um gagnsemi dáleiðslu í tannlækningum og lærir þína fyrstu aðferð til að skapa gagnlegan trans fyrir sjúklinga þína. Ég hef unnið með dáleiðslu í 40 ár og hefur alltaf fundist dáleiðslan vera frábært tæki,
ég hlakka til að deila reynslu minni með ykkur.

Dagskrá föstudagsins 18. október kl. 9.30 – 15.30

Kynning þátttakenda og Randi

Hvernig er hægt að nota dáleiðslu í tannlækningum?

Hvað er dáleiðsla?

Staðreyndir um nytsemi dáleiðslu með áherslu á verkjastillingu

Æfingar í dáleiðslu

Reynslusögur frá tannlæknastofu

Um Randi:

Dagskrá laugardagsins 19. október kl. 9.30 – 15.30

Dáleiðsla til verkjastillingar

Í þessari vinnustofu með áherslu á klíníska iðkun lærir þú dáleiðsluaðferðir til að hjálpa sjúklingum þínum að takast á við sársauka. Aðferðirnar er hægt að nota við tannlækningar, sársaukafullar aðgerðir og langvarandi verkjasjúkdóma. Kennd er aðferð til að búa til eigin verkjastillingu (glove analgesia).

Langvinnir verkir er vandi sem hafa áhrif á allt að 20% íbúa Evrópu. Sjúklingar með langvinna verki  þjást oft af alvarlegum aukaverkunum lyfja. Æskilegt er því að auka notkun dáleiðslu fyrir þennan hóp.

Vinnustofan verður hagnýt með sýnikennslu og æfingum með áherslu á að byggja upp góða hæfni, útskýra og vinna með einkenni með myndlíkingum, kenna sjúklingnum að nota dáleiðslu til verkjastjórnunar og gildi sefjana í dáleiðslu.

Þátttakendum er velkomið að deila fyrirfram efni sem þeir vilja að fjallað sé um, eða áhugaverðum / erfiðum málum sem koma til skoðunar. Vinsamlegast sendið slíkar upplýsingar til randiabrahamsen@hotmail.com

Námskeið á föstudag er einungis fyrir tannlækna en námskeið á laugardag er opið tannlæknum og öðru háskólamenntuðu fagfólki. Skráning er hjá Dáleiðslufélagi Íslands í netfanginu ritari@dfi.is. Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 15. september.

Staðsetning: Sálfræðistofan Höfðabakka

Takmarkaður fjöldi (25 manns)

Verð: 45 þúsund krónur fyrir hvern dag. Tilgreinið hvaða námskeið þið viljið sitja.   

Skráning er fullgild eftir greiðslu

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Dáleiðsla fyrir tannlækna

Vetrardagskrá

Nú fer vetrardagskráin senn af stað. Ráðstefna Alþjóðafélagsins í Kraká var áhugaverð og félagið hefur keypt aðgang að efni sem var tekið upp þar. Hugmyndin er sýna slíkt efni á föstum fundum og að því loknu geti verið stutt umræða og æfingar. Listi yfir efnið hefur verið sendur til félaga sem geta haft áhrif á val efnis.

Fastir fundir verða þrír:

2. okt 17-19 – efni kynnt síðar

6. nóv 17-19 – efni kynnt síðar

4. des 17-19 – efni kynnt síðar

Stjórn félagsins getur verið félagsmönnum innan handar ef þeir vilja halda kynningar eða stutt námskeið á sviði dáleiðslu eða tengdra atriða, þessu til viðbótar. Félagið getur þá aðstoðað við kynningu á slíkum viðburðum og lagt til húsnæði sé þess óskað en skráning og hugsanleg gjaldataka væri hvers og eins að sjá um.

Dagur dáleiðslunnar verður með fyrra fallinu í ár. Afmælisdagur Jakobs Jónassonar er 28. október en í við minnumst hans að þessu sinni þann 19. október. Gert er ráð fyrir að vera með borðhald á góðum stað og gestur okkar þar verður Randi Abrahamsen, næsti formaður Evrópufélagsins, sem er jafnframt leiðandi í rannsóknarverkefnum þess.

18. október verður hún með sérstakt námskeið um dáleiðslu fyrir tannlækna.

19. október verður hún með námskeið um dáleiðslu við krónískum verkjum.

Hér eru upplýsingar um hana:

Birt í Fréttir, Fundir, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Vetrardagskrá

Námskeið Stefan Hammel á föstudag

Áður auglýst námskeið Stefan Hammel hefst kl. 9.00 á föstudag að sálfræðistofunni Höfðabakka. Sjá staðsetningu hér.

Stefan vill gjarnan hafa námskeiðið meira opið, þannig að fólki gefist kost á að mæta aðeins fyrri daginn eða aðeins síðari daginn ef því líst þannig á, enda ekki sama efnið báða dagana. Til dæmis væri hægt að mæta fyrri daginn og sjá svo til með þann síðari.

Verð fyrir hvern dag er 24 þúsund krónur fyrir félaga en 27 þúsund krónur fyrir aðra og greiðist þátttakan eftir á. Hádegishlé er milli 12 og 13, stutt er í mathöll og veitingastaði. Gert er ráð fyrir að námskeiðin standi til 16 eða 17 eftir því hvernig fram vindur.

Enn er pláss fyrir þátttakendur – best er að láta vita af sér með rafpósti til hannesb@gom.is

Birt í Fundir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Námskeið Stefan Hammel á föstudag

Spennandi námskeið 24. og 25. maí.

Stefan Hammel sem er vel þekktur í Þyskalandi verður með námskeið hjá Dáleiðslufélagi Íslands föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí.

Að umbreyta lífi fólks með „Hypno-Systemic Therapy“.

Skapandi meðferð fyrir pör, fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri.

Dagur 1

„Therapeutic Storytelling“ – vinnustofa um það hvernig á að nota og búa til sögur fyrir og með skjólstæðingum, í því skyni að stuðla að umbreytingu og lækningu.

Við munum kanna hvernig við getum sjálfkrafa fundið og búið til árangursríkar meðferðarsögur (myndlíkingar eða örsögur) í hvaða aðstæðum sem er með því að nýta eigin myndlíkingar skjólstæðinga. Til dæmis með því að nota orðfærið sem þeir nota þegar þeir segja frá sér. Við munum læra hvað gerir sögu árangursríka í meðferð, hvernig hægt er að smíða meðferðarsögur og samþætta þær inn í meðferðarlotu.

Dagur 2

„Therapeutic Modelling“ – aðferð svipuð og „constellation work“ eða partavinnu byggð á samtalsdáleiðslu (Erickson) og hugsmíðahyggju (Watzlawick). Aðferðin hentar bæði fyrir vinnu með einstaklinga og pör, fjölskyldur, teymi, fyrir börn o.s.frv.

Byrjað er að vinna með paravanda fyrir einstaklinga fyrri part dags og svo áfram fyrir viðtöl við pör síðdegis. Síðari dagurinn er þó algerlega nauðsynlegur fyrir þá sem sinna dáleiðslumeðferð og vinna alla jafnan aðeins með einstaklingum.

Námskeiðið kostar 48.000 kr. fyrir félaga DÍ en 54.000 kr. fyrir aðra.

Skráning fer fram hjá ritari@dfi.is

Um námskeiðshaldarann:

Stefan Hammel er fæddur 1967 og starfar sem barna- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, dáleiðari, prestur á sjúkrahúsi í Þýskalandi og er höfundur nokkurra bóka, til dæmis:

  • Handbook of Therapeutic Storytelling. Stories and Metaphors in Psychotherapy, Child and Family Therapy, Medical Treatment,  Coaching and Supervision (Routledge 2018),
  • The Blade of Grass in the Desert: Storytelling – Forgotten Medicine. A Story of 100 Stories (impress 2018)
  • Therapeutic Interventions in Three Sentences. Reshaping Ericksonian Therapy.by talking to the Brain and Body (Routledge 2019)
  • Transforming Lives with Hypno-Systemic Thearpy.  A Practical Guide (Routledge 2024)

Birt í Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Spennandi námskeið 24. og 25. maí.