Spennandi námskeið 24. og 25. maí.

Stefan Hammel sem er vel þekktur í Þyskalandi verður með námskeið hjá Dáleiðslufélagi Íslands föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí.

Að umbreyta lífi fólks með „Hypno-Systemic Therapy“.

Skapandi meðferð fyrir pör, fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri.

Dagur 1

„Therapeutic Storytelling“ – vinnustofa um það hvernig á að nota og búa til sögur fyrir og með skjólstæðingum, í því skyni að stuðla að umbreytingu og lækningu.

Við munum kanna hvernig við getum sjálfkrafa fundið og búið til árangursríkar meðferðarsögur (myndlíkingar eða örsögur) í hvaða aðstæðum sem er með því að nýta eigin myndlíkingar skjólstæðinga. Til dæmis með því að nota orðfærið sem þeir nota þegar þeir segja frá sér. Við munum læra hvað gerir sögu árangursríka í meðferð, hvernig hægt er að smíða meðferðarsögur og samþætta þær inn í meðferðarlotu.

Dagur 2

„Therapeutic Modelling“ – aðferð svipuð og „constellation work“ eða partavinnu byggð á samtalsdáleiðslu (Erickson) og hugsmíðahyggju (Watzlawick). Aðferðin hentar bæði fyrir vinnu með einstaklinga og pör, fjölskyldur, teymi, fyrir börn o.s.frv.

Byrjað er að vinna með paravanda fyrir einstaklinga fyrri part dags og svo áfram fyrir viðtöl við pör síðdegis. Síðari dagurinn er þó algerlega nauðsynlegur fyrir þá sem sinna dáleiðslumeðferð og vinna alla jafnan aðeins með einstaklingum.

Námskeiðið kostar 48.000 kr. fyrir félaga DÍ en 54.000 kr. fyrir aðra.

Skráning fer fram hjá ritari@dfi.is

Um námskeiðshaldarann:

Stefan Hammel er fæddur 1967 og starfar sem barna- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, dáleiðari, prestur á sjúkrahúsi í Þýskalandi og er höfundur nokkurra bóka, til dæmis:

  • Handbook of Therapeutic Storytelling. Stories and Metaphors in Psychotherapy, Child and Family Therapy, Medical Treatment,  Coaching and Supervision (Routledge 2018),
  • The Blade of Grass in the Desert: Storytelling – Forgotten Medicine. A Story of 100 Stories (impress 2018)
  • Therapeutic Interventions in Three Sentences. Reshaping Ericksonian Therapy.by talking to the Brain and Body (Routledge 2019)
  • Transforming Lives with Hypno-Systemic Thearpy.  A Practical Guide (Routledge 2024)

Þessi færsla var birt undir Fréttir, Fyrirlestrar, Námskeið. Bókamerkja beinan tengil.